Mannanafnanefnd hefur hafnað því að taka karlmannsnöfnin Emmanuel og Bastian á mannanafnaskrá en nöfnin Emmanúel og Bastían eru hins vegar samþykkt. Þá hefur nefndin meðal annars hafnað kvenmannsnöfnunum Aishu og Milicu.
Fram kemur í fundargerð nefndarinnar frá því í byrjun nóvember, að engin kona á Íslandi heiti Milica og nafnið hafi því ekki unnið sér hefð í íslensku. Það sama gildi um nafnið Aishu þótt tvær konur hér á landi heiti því nafni. Nefndin hafnaði einnig nöfnunum Zítu og Leah en samþykkti nöfnin Árvöku og Amilíu.
Nefndin samþykkti nöfnin Edilon, sem er karlmannsnafn og Elvi, sem er kvenmannsnafn.