Uppboð í Valhöll á morgun

Margir hafa látið sjá sig í Valhöll í dag, þar …
Margir hafa látið sjá sig í Valhöll í dag, þar sem opinn er bókamarkaður og fyrirlestrar eru fluttir. Mbl.is / Árni Sæberg

Á morgun, klukkan eitt eftir hádegi, verða boðnir upp fágætir munir úr sögu Sjálfstæðisflokksins, meðal annars forláta kaffistell úr gamla sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Uppboðið fer fram í Valhöll.

Í tilefni af 80 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins og því að 50 ár eru liðin frá stofnun viðreisnarstjórnarinnar standa málfundafélagið Óðinn og Sjálfstæðisflokkurinn fyrir bókamarkaði, sögusýningu, fyrirlestrum og uppboði í Valhöll nú um helgina. Sýningin og bókamarkaðurinn standa frá kl. 11 til kl. 17 báða dagana.

Í dag eru tveir fyrirlestrar. Birgir Ármannsson hóf klukkan þrjú fyrirlestur sinn, Sjálfstæðisflokkurinn í 80 ár, en nú klukkan fjögur flytur Inga Jóna Þórðardóttir erindið Konur og sjálfstæðisstefnan.

Á morgun taka þau Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins til máls. Klukkan þrjú talar Unnur brá um ungt fólk og sjálfstæðisstefnuna en klukkan fjögur flytur Styrmir erindið Viðreisnarstjórnin 50 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka