Ætlar að hlaupa 100 km á hlaupabretti

Gunnlaugur Júlíusson.
Gunnlaugur Júlíusson.

Gunnlaugur Júlíusson ætlar á laugardag að hlaupa 100 km á hlaupabretti í World Class í Laugum. Er það gert til að minna á útkomu bókar, sem Gunnlaugur hefur skrifað um hlaupaferil sinn, og einnig til að minna á starfsemi Grensássdeildarinnar og þá fjársöfnun sem farið hefur fram til að fjármagna frekari uppbyggingu á húsnæði og tækjakosti deildarinnar.

Ákveðin upphæð af söluandvirði hvers eintaks af bókinni „Að sigra sjálfan sig" rennur til Grensásssöfnunarinnar. Reikningur Hollvina Grensássdeildarinnar er 0311-26-6704 og kennitala samtakanna er 670406-1210.

Ýmsir félagar úr hlaupasamfélaginu ætla að hlaupa með Gunnlaugi lengri og skemmri vegalengd á laugardaginn. Hlaupið hefst kl. 9:00 um morguninn og mun því ljúka eftir um það bil 10 klst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert