Valbjörn Þorláksson látinn

Valbjörn Þorláksson
Valbjörn Þorláksson

Val­björn Júlí­us Þor­láks­son frjálsíþróttamaður lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skóg­ar­bæ í gær, 75 ára að aldri. Hann var einn af kunn­ustu íþrótta­mönn­um lands­ins á sinni tíð.
Val­björn fædd­ist á Sigluf­irði 9. júní 1934 son­ur hjón­anna Ástu Júlí­us­dótt­ur og Þor­láks Ant­ons Þorkels­son­ar.

Hann hóf íþrótta­fer­il­inn í knatt­spyrnu á Sigluf­irði og hélt áfram að leika knatt­spyrnu í Kefla­vík eft­ir að fjöl­skyld­an flutti þangað. Þar varð hann Íslands­meist­ari með 2. flokki ÍBK. Hann sneri sér fljótt að frjáls­um íþrótt­um og varð mik­ill af­reksmaður á því sviði, ekki síst í stang­ar­stökki og tugþraut.

Hann keppti með ÍR, Ármanni og KR og einnig fyr­ir hönd þjóðar­inn­ar er­lend­is, meðal ann­ars á þrem­ur Ólymp­íu­leik­um. Hann var kos­inn Íþróttamaður árs­ins tvisvar, 1959 og 1965, en seinna árið varð hann Norður­landa­meist­ari í tugþraut. Síðar varð hann heims­meist­ari í flokki öld­unga.

Val­björn starfaði á Laug­ar­dals­vell­in­um í ára­tugi. Hann eignaðist sex börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka