Boyes: Of mikil áhersla á ál

Hálendi Íslands
Hálendi Íslands mbl.is/Golli

Roger Boyes, bresk­ur rit­höf­und­ur og blaðamaður, höf­und­ur bók­ar­inn­ar Melt­down Ice­land, sagði í Silfri Eg­ils í dag að bresk stjórn­völd hafi sent hingað til lands mann árið 2005 til þess að kanna fjár­mála­fyr­ir­tæki á Íslandi. Var þetta sér­fræðing­ur í mál­efn­um Rúss­lands en meðal ann­ars var verið að skoða pen­ingaþvætti Rússa í öðrum ríkj­um.

Boyes var tíðrætt um Jón Ásgeir Jó­hann­es­son og Davíð Odds­son í viðtali við Egil Helga­son og sagði að þeir væru í raun speg­il­mynd hvors ann­ars. Jón Ásgeir væri í raun tákn­mynd þess markaðskerfi sem Davíð hefði komið á en mistek­ist að hafa stjórn á.

Hann kom inn á kerfið á Íslandi og tengsl manna á milli. Fleiri mögu­leik­ar séu á því að fá pen­inga inn í landið með öðrum leiðum en með upp­setn­ingu ál­vera á Íslandi. Boyes seg­ir út í hött að nýta þá hreinu orku sem til er á Íslandi í ál­bræðslur. Ísland hefði átt að vera fyr­ir­mynd­ar­ríki á loft­lags­ráðstefn­unni sem hefst í Kaup­manna­höfn á morg­un. Ísland hafi sér­stöðu sem skýri hvers vegna all­ar þess­ar stjörn­ur komi til Íslands og það sé eitt­hvað sem landið eigi að halda á lofti og skapa sér sér­stöðu í stað þess að setja upp út­lend ál­ver. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka