Sjö úrskurðir Íslandi í hag

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur gefið út sjö bráðabirgðaúrsk­urði varðandi kvart­an­ir frá er­lend­um fjár­mála­stof­un­um varðandi ís­lensku bank­anna. Í öll­um til­vik­um fellst ESA á sjón­ar­mið ís­lenska rík­is­ins.

Sem kunn­ugt er til­kynnti Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) með bréfi dags. 4. des­em­ber sl. að stofn­un­in hefði kom­ist að bráðabirgðaniður­stöðu vegna kvört­un­ar hóps al­mennra kröfu­hafa á hend­ur gömlu bönk­un­um, vegna aðgerða ís­lenskra yf­ir­valda í tengsl­um við setn­ingu laga nr. 125/​2008 (sk. neyðarlaga). Bráðabirgðaniðurstaða ESA var sú að ákvæði lag­anna, einkum varðandi for­gang sem inn­stæðum var veitt­ur og ráðstaf­an­ir ís­lenskra stjórn­valda á grund­velli lag­anna, sam­ræm­ist EES-samn­ingn­um og öðrum laga­leg­um skil­yrðum.

ESA benti á að önn­ur úrræði hafi ekki verið sjá­an­leg en þau sem gripið var til sem hefðu getað spornað við al­gjöru hruni efna­hags­lífs­ins á Íslandi. Jafn­framt féllst ESA á það sjón­ar­mið stjórn­valda að neyðarlög­in og ákv­arðanir FME hafi verið einu aðgerðirn­ar sem voru trú­verðugar við þær aðstæður sem uppi voru.

ESA hef­ur nú til­kynnt um bráðabirgðaniður­stöðu vegna sjö annarra kvart­ana er­lendra fjár­mála­stofn­ana sem eru al­menn­ir kröfu­haf­ar gagn­vart ein­hverj­um af gömlu bönk­un­um, vegna lag­anna og aðgerða ís­lenskra yf­ir­valda í tengsl­um við þau. Bráðabirgðaniðurstaða ESA er í öll­um til­vik­um á sama veg og í niður­stöðunni frá 4. des­em­ber, þ.e. fall­ist er á sjón­ar­mið Íslands í mál­un­um, for­gang­ur sem inn­stæðum var veitt­ur fær staðist að mati ESA og ís­lensk stjórn­völd höfðu að mati stofn­un­ar­inn­ar rétt til að verja banka­kerfið og al­manna­ör­yggi. Ekki er fjallað um hugs­an­lega mis­mun­un milli inn­lendra og er­lendra inn­stæðueig­enda í neinu þess­ara mála, frem­ur en í því máli sem til­kynnt var um þann 4. des­em­ber, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert