Kona sem stakk barn ekki sakhæf

Konan var handtekin eftir að hafa lagt til litlu stúlkunnar.
Konan var handtekin eftir að hafa lagt til litlu stúlkunnar. mynd/Víkurfréttir

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað 22 ára gamla konu af ákæru fyrir tilraun til manndráps með því að leggja með hnífi til 5 ára gamallar stúlku í Reykjanesbæ í september. Konan var talin ósakhæf og dæmd til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

Konan var einnig dæmd til að  greiða litlu stúlkunni 900 þúsund krónur í bætur. Segir héraðsdómur að hending ein hafi ráðið því að ekki hafi farið verr og stúlkan hafi verið í lífshættu.

Dómurinn hafnaði hins vegar bótakröfu frá 11 ára systur litlu stúlkunnar sem varð vitni að árásinni og varð í kjölfarið að leita sálfræðings vegna andlegra afleiðinga atburðarins. Taldi dómurinn bótakröfuna vera órökstudda.

Í dómi héraðsdóms er vitnað í skýrslu geðlækni  þar sem kemur fram að konan hafi greinst með geðklofa og geð- og atferlisraskanir af völdum kannabisefna. Þá taldi geðlæknirinn, að konan hefði verið ófær um að stjórna gerðum sínum þegar hún réðist á litlu stúlkuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka