Forsendur IFS-álits svartsýnar

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. Heiðar Kristjánsson

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra tel­ur það ekki vera áfell­is­dóm þótt IFS-grein­ing hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að 10% lík­ur séu á greiðslu­falli ís­lenska rík­is­ins taki það á sig Ices­a­ve-skuld­bind­ing­arn­ar. IFS-grein­ing skilaði skýrslu þess efn­is til fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is í dag og sögðu skýrslu­höf­un­ar mat sitt var­færið.

„Miðað við þær svart­sýnu for­send­ur sem þeir gefa sér, finnst mér það ekki vera svo slæm niðurstaða að það séu samt 90% lík­ur á að við ráðum við þetta," seg­ir Stein­grím­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hins veg­ar væri það mjög slæm skila­boð til um­heims­ins, að hans sögn, að þrátt fyr­ir þetta mikl­ar lík­ur á að við ráðum við skuld­bind­ing­arn­ar, ætl­um við ekki að reyna að axla ábyrgðina.

Enn­frem­ur seg­ir Stein­grím­ur að kom­ist Íslend­ing­ar klakk­laust í  gegn­um næstu ár, þar á meðal 2011 sem verði erfiðasta árið fyr­ir rík­is­sjóð, hafi hann ekki áhyggj­ur af getu okk­ar til að greiða af Ices­a­ve skuld­bind­ing­un­um þegar þar að kem­ur frá ár­inu 2016. Enda verði hag­kerfið þá komið á góða sigl­ingu.

Nán­ar verður fjallað um málið í Morg­un­blaðinu á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert