Fagrar skákir á Húsavík

Sr. Sighvatur og Sigurjón tannlæknir takast í hendur að skák …
Sr. Sighvatur og Sigurjón tannlæknir takast í hendur að skák þeirra lokinni. mbl.is/Hafþór

  „ Þetta er ekki falleg skák séra minn," sagði Sigurjón Benediktsson tannlæknir við Sr. Sighvat Karlsson sóknarprest húsvíkinga þar sem þeir öttu kappi á hraðskákmóti skákfélagsins Goðans í dag.

Það fór svo að tannlæknirinn sigraði prestinn en hraðskákmeistari Goðans árið 2009 varð Jakob Sævar Sigurðsson sem fékk 10 ½ vinninga af 11 mögulegum. Hann gerði aðeins jafntefli við Rúnar Ísleifsson sem varð í öðru sæti.

Smári Sigurðsson hreppti þriðja sætið en hann hampaði meistaratitlinum á síðasta ári. Benedikt Þór Jóhannsson varð efstur í yngri flokki með 6,5 vinninga og varð í 5. sæti í heildarkeppninni. Alls tóku 16 keppendur þátt í mótinu sem fram fór í sal stéttarfélaganna á Húsavík. Tefldar voru 11 umferðir og voru tímamörkin 5 mín á mann.

Jakob Sævar Sigurðsson hraðskákmeistari Goðans árið 2009.
Jakob Sævar Sigurðsson hraðskákmeistari Goðans árið 2009. Mbl.is/Hafþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert