Styðja frumvarp um Icesave

Merki VG
Merki VG

Stjórn Ungra vinstri grænna (UVG) lýs­ir yfir stuðningi við frum­varp fjár­málaráðherra um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-reikn­ing­anna og hvet­ur til þess að frum­varpið verði samþykkt án frek­ari tafa. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar UVG.

Enn­frem­ur seg­ir í yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar UVG:

„Öllum er ljóst hversu al­var­legt Ices­a­ve-málið er fyr­ir ís­lensku þjóðina. Aft­ur á móti gera allt of fáir sér grein fyr­ir því að ekki er hægt að leysa málið án þess að þjóðin beri skaða af. Því leng­ur sem málið stend­ur óaf­greitt þeim mun meiri verður skaðinn.
 
Vert er að minna á það að fyrri rík­is­stjórn­ir und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins bera full­komna ábyrgð á einka­væðingu bank­anna og því al­gjöra eft­ir­lits- og aðgerðal­eysi sem varð jarðveg­ur stærstu fjár­hags­legu ham­fara Íslands­sög­unn­ar.

Það hef­ur því verið afar dap­urt að horfa uppá óá­byrg­an mál­flutn­ing Sjálf­stæðismanna að und­an­förnu þess efn­is að fella frum­varpið á Alþingi og leit­ast við að ná betri samn­ingi.

Með þess­ari til­lögu not­færa Sjálf­stæðis­menn sér eðli­lega óánægju al­menn­ings með að þurfa að greiða fyr­ir Ices­a­ve-reikn­ing­ana til þess að klekkja á rík­is­stjórn­inni en hún hef­ur aft­ur á móti ekk­ert með raun­hæfa val­kosti í stöðunni að gera.
 
Stjórn Ungra vinstri grænna hvet­ur alþing­is­menn til þess að horf­ast í augu við vanda­mál­in og taka á þeim í stað þess að stinga höfðinu í sand­inn. Það er orðið tíma­bært að af­greiða Ices­a­ve-málið svo þjóðin og full­trú­ar henn­ar á Alþingi geti farið að ein­beita sér al­farið að því að byggja upp betra sam­fé­lag.“


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert