Afhenda forseta undirskriftir

Kveikt var í rauðum blysum við Bessastaði áður en undirskriftirnar …
Kveikt var í rauðum blysum við Bessastaði áður en undirskriftirnar voru afhentar. mbl.is/RAX

For­svars­menn sam­tak­anna InD­efence eru að af­henda for­seta Íslands und­ir­skrift­ir rúm­lega 56 þúsund Íslend­inga sem skora á for­seta að synja nýj­um Ices­a­ve lög­um staðfest­ing­ar. At­höfn hófst á Bessa­stöðum laust eft­ir klukk­an 11 þar sem kór söng ætt­j­arðarlag og kveikt var á rauðum blys­um.

Magnús Árni Skúla­son, einn af for­svars­mönn­um sam­tak­anna, ávarpaði mann­fjöld­ann á tröpp­um Bessastaða og sagði að það væri ógleym­an­leg stund að af­henda for­seta Íslands und­ir­skrift­ir fjórðungs kosn­inga­bærra manna á Íslandi.

Mann­fjöldi er á hlaðinu á Bessa­stöðum en fólk fór að drífa að um klukk­an 10:30.

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, tók á móti InD­efence-mönn­um í borðstofu Bessastaðaskóla og átti með þeim stutt­an fund. 

Forsvarsmenn InDefence afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni undirskriftalistana.
For­svars­menn InD­efence af­hentu Ólafi Ragn­ari Gríms­syni und­ir­skriftal­ist­ana. mbl.is/Ó​mar
Fólk kemur í hlaðið á Bessastöðum.
Fólk kem­ur í hlaðið á Bessa­stöðum. mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert