Brunarannsókn á frumstigi

Eins og sést á þessari mynd stendur ekkert eftir af …
Eins og sést á þessari mynd stendur ekkert eftir af kirkjunni. mynd/Ómar Smári

Lögreglan rannsakar nú hvað olli því að Krýsuvíkurkirkja brann til kaldra kola í nótt. Skv. upplýsingum frá lögreglu er rannsóknin á frumstigi. Engar upplýsingar hafa borist frá sjónarvottum.

Slökkvilið Grindavíkur var kallað út laust eftir klukkan tvö í nótt, Þegar komið var á vettvang var kirkjan fallin. Slökkviliðið slökkti í því sem hægt var að slökkva.

Ásmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði að útkallið hafi komið frá Neyðarlínunni kl. 2:04 og að einn bíll hafi verið sendur á vettvang. Leiðin úr Grindavík í Krýsuvík er ekki auðfarin á þessum árstíma og var slökkviliðið um hálftíma að Krýsuvíkurkirkju. 

Krýsuvíkurkirkja var byggð árið 1857, fyrir 153 árum, og endurbyggð og endurvígð árið 1964. Kirkjan var í vörslu þjóðminjavarðar. 

Krýsuvíkurkirkja 30. desember sl.
Krýsuvíkurkirkja 30. desember sl. mynd/Björgvin
Ekki liggur fyrir hvað olli því að kirkjan brann.
Ekki liggur fyrir hvað olli því að kirkjan brann. mynd/Ómar Smári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert