Björgunarsveitarmenn á leið til Haítí

Frá æfingu Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Gufuskálum.
Frá æfingu Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Gufuskálum. Ljósmynd/Landsbjörg

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin heldur til Haítí á ellefta tímanum í dag þar sem hún mun taka þátt í björgunaraðgerðum. Í kjölfar jarðskjálftans sem reið yfir í gærkvöldi ákvað utanríkisþjónustan að bjóða fram aðstoð sína og þáðu stjórnvöld það.

Alþjóðabjörgunarsveitin íslenska er sérhæfð í rústabjörgun og stendur saman af 35 björgunarmönnum. Hún hefur meðferðis 10 tonn af rústabjörgunarbúnaði, þrjú tonn af vatni, tjaldbúðir fyrir sveitina, fullkominn fjarskiptabúnað og vatnshreinsibúnaðar. Hægt er að halda sveitinni úti án utanaðkomandi aðstoðar í allt að 7 daga.

Þota er til reiðu og fer sveitin af stað upp úr klukkan tíu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka