Fannst látinn í Norðurá

mbl.is

Karlmaður fannst látinn í Norðurá í Skagafirði nú á sjötta tímanum. Mannsins hefur verið leitað í allan dag, en hans hafði verið saknað frá því í gær. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki fannst maðurinn látinn í bifreið sinni í Norðurá í Norðurárdal, skammt frá Öxnadalsheiði. Tildrögin liggja ekki fyrir en málið er í rannsókn. Það er rannsakað sem banaslys.

Lögreglu- og björgunarsveitarmenn leituðu mannsins í Skagafirði og Húnavatnssýslu í dag ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert