150 milljónir til atvinnuátaksverkefna

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Júlíus
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögur atvinnumálahóps Reykjavíkur um úthlutun á 150 milljónum króna til sérstakra atvinnuátaksverkefna. Borgarstjórn samþykkti á fundi í desember sl. tillögu borgarstjóra um að veita 150 milljónum til sérstakra átaksverkefna og var atvinnumálahópi Reykjavíkurborgar falið að koma með tillögur um hvernig verja skyldi fénu.

Atvinnumálahópur Reykjavíkurborgar var skipaður í kjölfar samdráttar í efnahagslífinu í nóvember árið 2008. Starfshópurinn starfar undir aðgerðarhópi borgarráðs um fjármál borgarinnar og veitir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi, starfi hópsins forystu. Hópurinn fylgist með þróun atvinnuleysis og metur áhrif þess í Reykjavík.

Áhersla hefur verið lögð á að finna úrræði í þágu hópa sem standa höllum fæti á vinnumarkaði auk aðgerða í þágu atvinnumála ungs fólks. Tillögur atvinnumálahópsins taka mið af því að verkefnin sem um ræðir leiði af sér sem flest ný störf, auðgi borgarlífið og hvetji ungt fólk til dáða.

Fjárhæðin skiptist þannig:

80 milljónum verði varið í atvinnuskapandi verkefni á sviðum borgarinnar
30 milljónummilljónum verði varið í atvinnusköpun og verkefni í þágu ungs fólks
20 milljónum verði varið í virkniverkefni fyrir fólk sem þiggur fjárhagsaðstoð og er án atvinnuleysisbóta
10 milljónum verði varið í sérstakan pott undir umsjón mannréttindastjóra og mannauðsstjóra í þágu starfsfólks með fötlun
3 milljónum verði varið í ráðningu sérstaks verkefnisstjóra á mannauðsskrifstofu sem hafi umsjón með þeim verkefnum sem farið verður í
7 milljónum verði varið til að greiða laun námsmanna sem vinna að verkefnum styrktum af Nýsköpunarsjóði námsmanna sem svið og stofnanir borgarinnar kunna að fá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert