Aðgerðir vegna skulda heimilanna í skötulíki

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ. mbl.is/Heiddi

Miðstjórn ASÍ sendi frá sér harðorðar álykt­an­ir í gær þar sem kraf­ist er verk­legra fram­kvæmda til að mæta mikl­um sam­drætti í bygg­ing­ariðnaði og mann­virkja­gerð. Einnig er kraf­ist aðgerða stjórn­valda til að bregðast við greiðslu­vanda heim­ila. Þær hafi til þessa verið í skötu­líki.

„Það er mál að linni,“ seg­ir Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ. Stjórn­völd verði að halda uppi at­hafna­stigi í gegn­um stór­fram­kvæmd­ir og marg­feld­isáhrif bygg­inga­geir­ans á versl­un og viðskipti og aðrar grein­ar séu mik­il. Enn einu sinni séu mik­il­væg orku­verk­efni sleg­in út af borðinu með ákvörðun um­hverf­is­ráðherra að staðfesta ekki aðal­skipu­lag vegna virkj­ana í neðri hluta Þjórsár.

„Við verðum að gera okk­ur verðmæti úr þeim auðlind­um sem við búum að,“ seg­ir Gylfi og minn­ir á að ork­an frá virkj­un­un­um í neðri hluta Þjórsár hafi ekki átt að fara til nýrra ál­vera held­ur grænna verk­efna. „Ég bara skil ekki hvað Vinstri græn­ir eru að gera. Þetta var at­vinnu­stefna Vinstri grænna sem þeir eru að stöðva.“

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka