Drögin að samningum við Breta og Hollendinga frá því í desember 2008 eru að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, merkingarlaust plagg.
„Þetta hefur enga þýðingu og er eitt af mörgum plöggum sem framleidd voru af Hollendingum og send til okkar,“ segir Ingibjörg.
Drögin hafi aldrei komið á hinn pólitíska vettvang. „Þetta kom ekki inn á mitt borð og ábyggilega ekki heldur til annarra ráðherra.“
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.