Dómnum verður áfrýjað

Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsingar, t.v., ræðir við bílstjórana Jón Erlendsson …
Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsingar, t.v., ræðir við bílstjórana Jón Erlendsson og Sturlu Jónsson á síðasta ári. Árni Sæberg

„Það er al­veg ljóst að við mun­um áfrýja þess­um dómi,“ seg­ir Hall­dór Jörgens­son, for­stjóri Lýs­ing­ar, um dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá því í gær. 

„Nú hafa tveir dóm­ar fallið í héraði um svipuð mál þar sem niðurstaðan er al­veg í sitt hvora átt­ina, þannig að það verður að út­kljá þetta fyr­ir Hæsta­rétti. Í millitíðinni höld­um við bara okk­ar striki og ger­um það sem við höf­um verið að gera hingað til, enda get­um við ekki gert annað. Við telj­um nátt­úr­lega að við séum að gera rétt og fara að lög­um, það er ekk­ert öðru­vísi,“ seg­ir Hall­dór og bend­ir á að geng­is­tryggð bíla­lán hafi verið í boði hér­lend­is í lang­an tíma án at­huga­semda. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert