Tíminn vinnur með Íslandi í Icesave-málinu

Grant Reuber, fyrrverandi aðstoðarfjármálaráðherra Kanada.
Grant Reuber, fyrrverandi aðstoðarfjármálaráðherra Kanada.

„Eins og málið lít­ur út fyr­ir mér ber Íslandi eng­in taf­ar­laus skylda til að end­ur­greiða féð sem Bret­ar og Hol­lend­ing­ar hafa greitt spari­fjár­eig­end­um í lönd­um sín­um.

Ég lít svo á að á þess­ari stundu ættuð þið ekki að samþykkja nokk­urn skapaðan hlut. Tím­inn vinn­ur með ykk­ur,“ seg­ir Grant Reu­ber, fyrr­ver­andi aðstoðarfjármálaráðherra Kan­ada, um af­stöðu sína til Ices­a­ve-deil­unn­ar.

„Ísland er í þeirri stöðu að vera krafið um greiðslu. Svo lengi sem þið borgið ekki hafið þið féð. Í öðru lagi er allt út­lit fyr­ir stjórn­ar­skipti í Bretlandi og í þriðja lagi hef­ur Ísland alla ástæðu til að borga ekki fyrr en það það hef­ur náð sem allra bestu samn­ing­um. Ég sé ekki hvers vegna það ætti að þjóna hags­mun­um ykk­ar að greiða þetta í hvelli. Á hinn bóg­inn hafa Bret­land og Hol­land hag af því að fá greitt sem fyrst.“

Sjá ít­ar­lega um­fjöll­un viðhorf frá Kan­ada gagn­vart Ices­a­ve í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert