Birgitta: Mjög bjartsýn

Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birgitta Jónsdóttir
Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birgitta Jónsdóttir mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Birgitta Jóns­dótt­ir, formaður þing­flokks Hreyf­ing­ar­inn­ar, er mjög bjart­sýn á fram­haldið í viðræðum Íslend­inga við Breta og Hol­lend­inga um Ices­a­ve. Hún seg­ir að bolt­inn sé nú hjá Hol­lend­ing­um og Bret­um og á von á því að fram­haldið skýrist á næstu tveim­ur sól­ar­hring­um.

Full­trú­ar stjórn­mála­flokk­anna áttu fund með ís­lensku samn­inga­nefnd­inni í morg­un en samn­inga­nefnd­in kom að utan seint í gær­kvöldi.

Fyr­ir ís­lensku samn­inga­nefnd­inni fer banda­ríski lög­fræðing­ur­inn Lee Buchheit. Auk hans skipa nefnd­ina Guðmund­ur Árna­son og Ein­ar Gunn­ars­son, ráðuneyt­is­stjór­ar fjár­málaráðuneyt­is og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is, ásamt Jó­hann­esi Karli Sveins­syni lög­manni og Lár­usi Blön­dal lög­manni, sem til­nefnd­ur er af stjórn­ar­and­stöðuflokk­un­um sam­eig­in­lega.

Þeim til ráðgjaf­ar eru Don Johnst­on, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri OECD, auk sér­fræðinga ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Hawkpo­int og lög­fræðistof­unn­ar Ashurst.

Að sögn Birgittu tel­ur hún að enn sé glufa í að ná sam­komu­lagi við Breta og Hol­lend­inga en ekki eigi að þrýsta of mikið á þá held­ur láta þá eiga næstu skref. Hún seg­ist eiga von á því að það skýrist um helg­ina hvert fram­haldið verður. Gott hljóð hafi verið í samn­inga­nefnd­inni í morg­un og þó svo að það fari þannig að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar hafni til­lögu Íslend­inga þá sé ákveðnum áfanga náð hvað varðar stöðu Íslend­inga í mál­inu. 

Seg­ir hún að sú leið sem Íslend­ing­ar bjóða í mál­inu þýði að þjóðin þurfi ekki að taka áhættu og um leið ekki held­ur Bret­ar og Hol­lend­ing­ar. Seg­ir hún það mjög skrýtið að það hafi aldrei áður verið sett inn í samn­ing­ana að Hol­lend­ing­ar og Breti taki eign­ir Lands­bank­ans í stað Ices­a­ve-skuld­bind­ing­ar­inn­ar. Birgitta seg­ist telja það eðli­leg­ast og er sann­færð um að það skipti nán­ast engu hvað komi út úr viðræðum nú - ís­lenska þjóðin geti ekki verið í verri stöðu held­ur en hún var í áður vegna Ices­a­ve.

Vill ekki fresta þjóðar­at­kvæðagreiðslunni

Að sögn Birgittu var rætt um fyr­ir­hugaða þjóðar­at­kvæðagreiðslu á fund­in­um í morg­un og seg­ist hún ekki telja það hyggi­legt að hringla með dag­setn­ing­una. Hún seg­ir það líka mik­il­væg skila­boð til al­menn­ings í Bretlandi og Hollandi, sem stend­ur með ís­lensk­um al­menn­ingi, að sjá niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar.

Hún seg­ir að það hafi alls ekki komið nægj­an­lega fram op­in­ber­lega hvað al­menn­ing­ur er and­snú­in því að hið op­in­bera sé að greiða fyr­ir skuld­ir einka­geir­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert