Samfylkingin tuktar þingmenn vinstri grænna til

Þingmenn VG tóku málaleitan samstarfsflokksins fálega og sumir mjög illa.
Þingmenn VG tóku málaleitan samstarfsflokksins fálega og sumir mjög illa. Ómar Óskarsson

Sam­eig­in­leg­ur þing­flokks­fund­ur beggja stjórn­ar­flokka, Sam­fylk­ing­ar og vinstri grænna, var hald­inn síðdeg­is í gær. Aðal­um­fjöll­un­ar­efnið var ESB og aðild­ar­um­sókn Íslands.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins kom á fund­in­um fram sú ein­dregna afstaða Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að þing­mönn­um henn­ar þætti nóg um hversu frjáls­lega og óheft þing­menn VG hefðu tjáð sig um and­stöðu sína við aðild Íslands að ESB.

Sam­fylk­ing­in fór því, sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins, þess á leit að þing­menn vinstri grænna hefðu hægt um sig, nú í aðdrag­anda aðild­ar­viðræðna, og geymdu sér yf­ir­lýs­ing­ar um and­stöðu við aðild, þar til út í kosn­inga­bar­áttu væri komið um aðild­ar­samn­ing.

Sjá nán­ari um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert