Búið að bjarga konunni

Björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
Björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Ekk­ert amaði að kon­unni sem féll í sprungu á Helga­fells-svæðinu í morg­un. Dag­bjart­ur Brynj­ars­son hjá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björgu seg­ir að vel hafi gengið að koma kon­unni upp úr sprung­unni sem var 4.-5. metra djúp.

Um þrjá­tíu björg­un­ar­sveit­ar­menn fóru í út­kallið sem barst á tólfta tím­an­um. Kon­an, sem var á gangi milli Vala­bóls og Hús­fells, féll ofan í sprung­una í gegn­um snjó. Önnur kona sem var með henni gat látið vita af óhapp­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka