Barónessa segir kröfur á Íslendinga hæfilegar

Barónessa Cohen af Pimlico.
Barónessa Cohen af Pimlico.

„Nei, það er ekki óhæfi­legt að við krefj­um Ísland um end­ur­greiðslur Ices­a­ve-inni­stæðanna,“ sagði barónessa Cohen af Pimlico við umræður á Evr­ópuþing­inu í Brus­sel í gær.

Baróness­an á sæti í lá­v­arðadeild breska þings­ins og er formaður fjár­mála- og viðskipta­nefnd­ar henn­ar. Hún sagðist gall­hörð á því að kröf­ur Breta á hend­ur Íslend­ing­um vegna Ices­a­ve væru rétt­lát­ar.

„En vext­irn­ir sem Íslend­ing­ar eru krafðir um eru óeðli­lega háir,“ bætti hún við, sam­kvæmt frá­sögn norska vef­set­urs­ins ABC-nyheter af umræðunum.

Það var sænski Evr­ópuþings­maður­inn Olle Schmidt úr sænska þjóðarflokkn­um sem lagði spurn­ingu fyr­ir breska og hol­lenska þing­menn um kröf­ur á hend­ur Íslend­ing­um vegna Ices­a­ve við umræður um leiðir út úr fjár­málakrepp­unni.

„Mér finnst þær óhæfi­leg­ar gagn­vart Íslandi,“ sagði Schmidt um kröf­ur Breta og Hol­lend­inga, án þess þó að minn­ast á, að sænska rík­is­stjórn­in er einn harðasti bandamaður kröfu­haf­anna í stríðinu við Íslend­inga.

Þing­manni frá Hollandi fannst kröf­urn­ar ekki óhæfi­leg­ar, Svaraði spurn­ingu Schmidt með stuttu nei-i. Baróness­an sagði að Bret­ar hefðu í engu slæma sam­visku vegna máls­ins.

Sjá frétt ABC-nyheter af umræðunum og viðtal frétta­manns við barónessu Cohen  af Pimlico.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert