Sigurjón formaður Frjálslynda flokksins

Fundargestir á landsfundi Frjálslynda flokksins. Sigurjón Þórðarson er á miðri …
Fundargestir á landsfundi Frjálslynda flokksins. Sigurjón Þórðarson er á miðri mynd. mbl.is/Ómar

Sig­ur­jón Þórðar­son var kjör­inn formaður Frjáls­lynda flokks­ins á lands­fundi flokks­ins í dag en hann var einn í kjöri. Ásta Haf­berg var kos­in vara­formaður en hún felldi Kol­brúnu Stef­áns­dótt­ur, sem hef­ur verið vara­formaður. Þá var  Grét­ar Mar Jóns­son sjálf­kjör­inn í embætti rit­ara.

Guðjón Arn­ar Kristjáns­son gaf ekki kost á sér til end­ur­kjörs í for­manns­kjöri. Fram kem­ur á heimasíðu Frjáls­lynda flokks­ins, að Sig­ur­jón hefði í þakk­arræðu sinni sagt, að ástæðan fyr­ir því að flokk­ur­inn hefði ekki orðið stærri í gegn­um tíðina vera fyrst og fremst vegna þess að hann hefði alltaf beitt sér gegn sterk­um ósann­gjörn­um  hags­mun­um. Það þyrfti að taka ræki­lega til í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Hann sagðist viss um að flokk­ur­inn hefði sig­ur að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert