Eldurinn sést úr Fljótshlíð

Gosbjarminn sést vel frá Kirkjulækjarkoti. Myndin var tekin á tíma …
Gosbjarminn sést vel frá Kirkjulækjarkoti. Myndin var tekin á tíma sem ýkir aðeins bjarmann. mynd/Katrín Möller Eiríksdóttir

„Ég sé eldrönd og mér sýn­ist hún vera aust­an­meg­in og að norðan­verðu í jökl­in­um. Mér sýn­ist að mökk­ur­inn komi hingað til okk­ar. Vind­ur­inn blæs hingað. Fnyk­ur­inn er sterk­ur,“ sagði Þröst­ur Sig­fús­son í Kirkju­lækj­ar­koti í Fljótsl­hlíð. Hann stóð úti á hlaði og horfði á eld­gosið í Eyja­fjalla­jökli.

Þröst­ur sagði að um­ferð bíla væri úr Fljóts­hlíðinni og vest­ur úr í átt að Hvols­velli.

Guðrún Markús­dótt­ir í Langa­gerði í Hvolhreppi var kom­in inn í Fljóts­hlíð og kvaðst sjá bjarma yfir jökl­in­um.

Anna Run­ólfs­dótt­ir í Fljóts­dal, innsta bæ í Fljóts­hlíð, kvaðst hafa séð bjarma af jarðeld­un­um of­ar­lega og aust­ar­lega í Eyja­fjalla­jökli, ná­lægt Fimm­vörðuhálsi. 

Þorkell Daní­el Ei­ríks­son, maður Önnu í Fljóts­dal, sagði að þau væru kom­in að Múla­koti en þau eru á leið á Hvolsvöll til að til­kynna sig sam­kvæmt rým­ingaráætl­un. 

Þorkell sagði að þrátt fyr­ir rým­ingaráætl­un­ina hafi þau mætt nokkr­um bíl­um á leið inn eft­ir Fljóts­hlíðinni. Þar væru lík­lega menn sem ætluðu að taka ljós­mynd­ir. 

Um 500-600 manns búa á rým­ing­ar­svæðinu und­ir Eyja­fjalla­jökli í Rangárþingi eystra. Nýrri rým­ingaráætl­un var út­bú­in síðustu vik­ur og hef­ur verið íbú­um á íbúa­fund­um síðustu daga.

Þröst­ur Sig­fús­son í Kirkju­lækj­ar­koti sagði að bæir þar stæðu svo hátt í Fljóts­hlíðinni að ekki væri gert ráð fyr­ir að þeir yrðu rýmd­ir vegna eld­goss­ins. Hann sagði að ábú­end­ur þar og í kring hafi byrjað á að fylla öll ílát af vatnii til að eiga ef til þess kæmi að ösku­fall spillti neyslu­vatni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert