Miklar tafir hafa verið í millilandaflugi Icelandair dag vegna lokun flugvalla í nótt og fyrri hluta dagsins. Öllu flugi félagsins í dag hefur seinkað.
Mestar tafir hafa orðið í Bandaríkjaflugi, þar sem þrjú flug frá Seattle, Orlando og Boston, sem koma áttu til landsins í morgunsárið eru væntanlegar seint í kvöld. Flugi til Bandaríkjanna, sem fara átti síðdegis mun seinka og sömuleiðis flugi þaðan hingað til lands í fyrramálið.
Þá varð nokkurra klukkustunda seinkun á flugi til sex Evrópuborga í morgun, með þeim afleiðingum að flugi til landsins frá Evrópu síðdegis hefur sömuleiðis seinkað mjög og eru þau flug væntanleg í kvöld.
Brottför síðdegisflugs frá Íslandi til Evrópu seinkar sömuleiðis fram á kvöld, og koma þær flugvélar til baka frá Evrópuborgum til Íslands seint í nótt.
Farþegar og aðstandendur þeirra eru hvattir til þess að fylgjast með komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefsvæðum sem veita þær upplýsingar.
Starfsmenn Icelandair hafa unnið hörðum höndum í dag við að vinna úr þessari erfiðu stöðu, en seinkanirnar hafa að sjálfsögðu komið sér illa fyrir farþega félagsins hér heima og erlendis. Gera má ráð fyrir að tafirnar snerti um það bil fjögur þúsund farþega á þessum sólarhring.