Öskufall byrjað í byggð

Markarfljót. Á myndinni sjást Eyjafjallajökull og Stóri-Dímon.
Markarfljót. Á myndinni sjást Eyjafjallajökull og Stóri-Dímon. www.mats.is

Al­manna­varn­ir rík­is­lög­reglu­stjóra hafa staðfest að eld­gos í Eyja­fjalla­jökli en ösku­fall er í Fljóts­hlíð og bjarmi sést frá mörg­um stöðum í byggð. Búið að virkja sam­hæf­ing­ar­stöð Al­manna­varna í Skóg­ar­hlíð og verið er að rúma byggðina í Fljóts­hlíð og und­ir Eyja­fjöll­um sem tal­in er vera á hugs­an­legu hættu­svæði.

Eyja­fjalla­jök­ull er meg­in­eld­stöð og þótt gos þar hafi al­mennt ekki verið ham­faragos gætu af­leiðing­arn­ar orðið mikl­ar á stóru landsvæði allt um­hverf­is jök­ul­inn þar sem eru blóm­leg­ar sveit­ir, en rým­ingaráætl­un al­manna­varna­deild­ar nær allt frá Pét­urs­ey und­ir Eyja­fjöll­um út Fljóts­hlíðina og til Þykkvabæj­ar.

Verði gosið með svipuðum hætti og fyr­ir 189 árum þegar síðast gaus má bú­ast við tölu­verðu ösku­falli í sveit­um og því nauðsyn­legt að forða fé frá flúor­eitrun auk þess sem ekki er hægt að úti­loka hættu af hraun­rennsli. Þar sem eld­gosið yrði und­ir ís staf­ar þó mest hætta af jök­ul­hlaupi. Í hættumati sem gefið var út árið 2005 fyr­ir rík­is­lög­reglu­stjóra vegna eld­gosa og hlaupa frá vest­an­verðum Mýr­dals­jökli og Eyja­fjalla­jökli kem­ur fram að gos á þessu svæði eru tal­in geta valdið jök­ul­hlaup­um með rennsli á bil­inu 3.000-30.000 m³/​s.

Viðvör­un­ar­tími vegna eld­gosa og hlaupa á svæðinu get­ur verið mjög stutt­ur en þar skipt­ir máli hvar upp­tök goss­ins eru. Í hættumat­inu kem­ur fram að víðast hvar næðu hlaup fjallsrót­um og byggð aðeins 15-30 mín­út­um eft­ir að gos hefst. Verði gos í norðvest­an­verðum Eyja­fjalla­jökli gæti hlaup náð að varn­ar­görðum við Fljóts­hlíð á 45-60 mín.

Mik­il skjálfta­virkni hef­ur verið í Eyja­fjalla­jökli und­an­farna mánuði þótt skjálft­arn­ir hafi ekki verið stór­ir. Ákvað al­mann­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra  í byrj­un mars að virkja áætl­un­ina á fyrsta háska­stigi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert