Hraunflæði niður í Hrunaárgil

Svo virðist sem gosmökkur komi nú frá stað norðan við …
Svo virðist sem gosmökkur komi nú frá stað norðan við meginsprunguna. Þessi mynd var tekin af gosstöðvunum laust fyrir hádegi í dag. mbl.is/Kristján Örn Kristjánsson

Hraunflæði er hafið niður í Hrunaárgil, að sögn Björns Gunnarssonar, úr flugbjörgunarsveit Reykjavíkur, sem flaug í kringum gossvæðið fyrir hádegi í dag ásamt föruneyti. Hann segist telja að sprungan hafi stækkað til norðausturs auk þess sem miklir gufubólstrar standa upp úr gilinu norðan við Heljarkamb.

Björn hafði ásamt félögum sínum legið yfir myndum og gögnum frá gossvæðinu til þess að geta metið sem best aðstæður í dag. Þeir voru fyrstir til að fljúga yfir í dag og komu myndum í hendur starfsmanna í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Björn sem flaug aldrei inn á hættusvæðið varar aðra við að fljúga nærri enda ókyrrð mikil og hvassviðri.

Föruneytið flaug norður eftir þar sem strókurinn stendur í suðvestur og eiginlega beint á Vestmannaeyjar. Björn segir jökulinn svartan að Goðastein og hraunrennsli hafið niður í Hrunaárgil. Miklar eldglæringar sáust og sprengingar í gígnum sjálfum. Þá virtist sem hraunflæði sé komið í jökuljaðarinn norðan við Heljarkamb sem orsakar mikla gufubólstra.

Gosstöðvarnar í dag. Gufustrók leggur upp af stað norðan sprungunnar.
Gosstöðvarnar í dag. Gufustrók leggur upp af stað norðan sprungunnar. mbl.is/Andri
Eldurinn í sprungunni, sem opnaðist á laugardagskvöld, hefur minnkað töluvert.
Eldurinn í sprungunni, sem opnaðist á laugardagskvöld, hefur minnkað töluvert. mbl.is/Björn J.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert