Ekki mikið af flúor í öskunni

Aska berst víða frá gosstöðvunum.
Aska berst víða frá gosstöðvunum. mbl.is/KÖK

Fyrstu niðurstöður rannsókna á ösku úr gosinu í Eyjafjallajökli benda til þess að magni vatnsleysanlegs flúors í öskunni sé ekki tiltakanlega mikið, eða nálægt þriðjungi þess sem yfirleitt er í ösku frá Heklu.

Jarðvísindastofnun greindi sýni sem tekin voru í gær. Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

Leysanlegur flúor á yfirborði ösku: mg flúor pr kg af ösku.

  • Sýni 1(pH 6,45) Flúor  92 mg/kg
  • Sýni 2 (pH 5.66) Flúor 112 mg/kg
  • Sýni 3 (pH 5,55) Flúor 108 mg/kg

Skolvatnið er lítið eitt súrt sem bendir til lítilræðis af eldfjallagasi (Saltsýru-Brennisteinssýru) á öskukornunum.

Sýnin sem tekin voru eru gróf aska. Gera verður ráð fyrir að flúorgildi séu hærri fjær eldfjallinu þar sem askan er fíngerðari og yfirborð hennar stærra. Hugsanlegt er að gildin væru allt að 400-500 mg/kg á Mið-Suðurlandi.

Ofangreind gildi eru mjög svipuð og í Heimaeyjargosinu 1973. Í fréttatilkynningu segir: „Þótt gildin einungis um þriðjungur þess, sem mælist í Hekluösku er full ástæða til varúðar og að halda búpeningi frá öskumengaðri beit og einkum bræðsluvatni svo sem pollum á túnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert