Ótrúlegt að sjá þetta

Á Fimmvörðuhálsi í kvöld, í seilingarfjarlægð frá hrauninu.
Á Fimmvörðuhálsi í kvöld, í seilingarfjarlægð frá hrauninu. mbl.is / Jónas Erlendsson

„Þetta er mikið sjónarspil og ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Jónas Erlendsson fréttaritari Morgunblaðsins í Mýrdal. Hann fór að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í kvöld og tók þessa mynd þar um kl. 20:30.

Jónas var í hóp sem fór á staðinn á vélsleðum yfir Mýrdalsjökul, en flestir sem fara á þessar slóðir hins vegar hina hefðbundnu leið upp frá Skógum undir Eyjafjöllum. Vegurinn þar er hins vegar orðinn torfær vegna aurbleytu og vegna mikils álags síðustu daga.

„Við vorum um það bil 100 metra frá hraunjaðrinum. Það var stórkostlegt að sjá hraunið renna fram og eins fylgjast með gufumekkinum sem myndast þar sem hraunelfurinn rennur niður í Hrunagil,“ segir Jónas. Mikil umferð var á gosstöðvunum í kvöld, bæði meðal jeppa- og vélsleðamanna.

Hraunelfurinn rennur ofan í Hrunagil.
Hraunelfurinn rennur ofan í Hrunagil. mbl.is
Gufumökkur rýkur upp frá hrauninu þar sem það fellur niður …
Gufumökkur rýkur upp frá hrauninu þar sem það fellur niður háa hlíð. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka