Styrkja þýðingu á Íslendingasögum

Saga forlag hefur fengið 43 milljóna styrk frá norska menningarráðinu til að þýða heildarútgáfu á Íslendingasögunum og þáttum yfir á norsku.

Það var hæsti styrkurinn, sem úthlutað var í síðustu viku, en samtals hefur þá verkefnið fengið um 50 milljónir í styrki frá Norðmönnum. Áætlað er að Íslendingasögurnar í heild sinni verði gefnar út á norsku árið 2012.

„Þetta tryggir fjárhagslega afkomu þessarar útgáfu,“ segir Jóhann Sigurðsson, útgefandi og eigandi forlagsins.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert