„Líkt og kvikni í ísnum“

00:00
00:00

Gosið á Fimm­vörðuhálsi er hvergi nær í rén­un þó það hafi verið nokkuð stöðugt und­an­far­in sól­ar­hring. Að sögn Rún­ar Pálma­son­ar, blaðamanns Morg­un­blaðsins, rísa eldsúl­urn­ar marga tugi metra í loft og rennsli hrauns­ins feiki­lega hratt. Gríðarleg­ir gufu­bólstr­ar mynd­ast þegar hraunið kemst í snert­ingu við ís í botni Hruna­ár­gils og „hrein­lega líkt og kvikni í ísn­um,“ að sögn Rún­ars.

Rún­ar hóf göngu snemma í morg­un frá Skóg­um og tók ferðin tæpa fjóra tíma, um fimmtán kíló­metr­ar. Hann seg­ir færið hafa verið ágætt og hann hafi farið eins hratt yfir og hægt var, en stíf norðanátt hafi þó hægt aðeins á.

Við gosstöðvarn­ar hafi m.a. verið hóp­ur vélsleðamanna og þýsk­ur eld­fjalla­ljós­mynd­ari en einnig hafi flug­vél­ar verið áber­andi. Sam­tím­is voru fjór­ar flug­vél­ar á lofti sem sveimuðu yfir eld­gos­inu.

Ljóst er að sýna verður fulla aðgát við gosstöðvarn­ar og dæmi um að fólk hafi fengið yfir sig eit­ur­guf­ur, að sögn Rún­ars en þá verði mönn­um þungt fyr­ir brjósti. Bæt­ir hann þó við að viðkom­andi hafi ekki verið meint af, enda fært sig í skyndi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert