Gönguleið á Fimmvörðuháls frá Skógum lokað

Bannað er að ganga Fimmvörðuháls - bannið er tímabundið
Bannað er að ganga Fimmvörðuháls - bannið er tímabundið mbl.is/Halldór Kolbeins

Vindátt á Fimmvörðuhálsi hefur breyst og fellur nú aska yfir gönguleiðina upp frá Skógum, veður er einnig tekið að versna á hálsinum. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að loka gönguleiðinni uppfrá Skógum tímabundið, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum.

Vaxandi skafrenningur er á Mýrdalsjökli og að sögn er færi fyrir fjórhjól fremur þungt þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka