Lilja Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir afhentu sveitarfélaginu Skagafirði nýja sundlaug á Hofsósi í gær sem þær gáfu. Margir gestir voru viðstaddir afhendinguna, að sögn fréttavefjarins Feykis.is. Ágætt veður var þegar nyja sundlaugin var afhent og fólk í hátíðarskapi.
Í fréttinni segir að sundlaug hafi lengi verið einn af draumum Hofsósinga og nærsveitarmanna. Sveitarfélagið bauð síðan gestum í kaffi og meðlæti í félagsheimilinu Höfðaborg. Þar var fullt út úr dyrum.