Mikilll hiti í Hruná

Hraunelfurinn rennur ofan í Hrunagil.
Hraunelfurinn rennur ofan í Hrunagil. mbl.is

Hru­ná var áætluð vera um 50-60°C heit í munna Hru­nár­gils þegar jarðvís­inda­menn voru þar síðdeg­is á laug­ar­dag­inn var. Þeir gátu ekki haldið hend­inni nema í 1-2 sek­únd­ur í vatn­inu, svo heit var áin. Þá hafði hraunið runnið fram um 180 metra í gil­inu frá því deg­in­um áður. 

Ívar Örn Bene­dikts­son skrif­ar um ferðina í Þórs­mörk á síðu Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands. Þegar vís­inda­menn­irn­ir komu í mynni Hrunagils um kl. 13.00 á laug­ar­dag var áin snarp­heit um 800 metra frá enda hraun­straums­ins í gil­inu. 

„Van­ir heita­potts­menn giskuðu á að hita­stig Hru­nár væri um 40-50°C,“ skrif­ar Ívar. Þeir fóru inn í gilið að enda hrauntung­unn­ar. Áin rann þar meðfram nýrunnu hraun­inu og gufaði mikið upp af því. Þegar vís­inda­menn­irn­ir komu til baka í mynni gils­ins um kl. 15.30 hafði áin hitnað mikið eins og fyrr seg­ir. „Ekki var hægt að halda hend­inni ofan í nema i 1-2 sek. Vatns­hit­inn var, á að giska, kom­inn í 50-60°C.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert