Ný sprunga hefur opnast

Nýja sprungan opnaðist um klukkan 19.00 í kvöld.
Nýja sprungan opnaðist um klukkan 19.00 í kvöld. Kristinn Garðarsson

Ný sprunga hef­ur opn­ast á Fimm­vörðuhálsi, norðvest­an við gíg­ana sem fyr­ir voru, og geng­ur hún í átt að Hvann­ár­gili. Hún er 300-400 metr­ar og í stefnu við gömlu sprung­una. Virkn­in í aðal­g­íg­un­um minnkaði þegar nýja sprung­an opnaðist, að sögn Ármanns Hösk­ulds­son­ar eld­fjalla­fræðings sem er við gosið.

Ármann sagði að gosið í nýju sprung­unni verði kröft­ugra og kröft­ugra og að strók­arn­ir séu að hækka. Hann sagði að nýja sprung­an sé aðeins ská­sett við hina sprung­una. 

„Við erum að horfa á þetta ger­ast. Þetta er að rifna hérna og nýir gíg­ar að hlaðast upp. Þetta er stór­feng­legt,“ sagði Ármann. „Það hef­ur minnkað mikið virkn­in í aðal­g­íg­un­um út af þessu af því kvik­an hleyp­ur und­an.“

Krist­inn Garðars­son, korta­gerðarmaður á Morg­un­blaðinu og mbl.is, kom á Bröttuf­ann­ar­fell um sjöleytið, um það bil sem sprung­an var að opn­ast. „Þetta er að stækka en ekki eins stórt og hitt,“ sagði Krist­inn. Hann sagði að hraun væri þegar tekið að renna niður að Hvann­ár­gili og sýnd­ist hraun­straum­ur­inn vera þó nokk­ur. 

Kristni sagði að enn væri gíg­ur öfl­ug­ur í eldri gosstöðinni.  Hann taldi að fólk hafi ekki verið ná­lægt nýju sprung­unni. Hann sagði að nýja sprung­an sé þannig staðsett að fólk sem hafi farið upp á Fimm­vörðuháls að sunn­an­verðu sjái illa eða ekki til nýju sprung­unn­ar vegna nýja fells­ins sem gosið myndaði.

„Þetta sést mjög vel þaðan sem ég er. Ég er bara um 200 metra frá þessu,“ sagði Krist­inn þar sem hann stóð á Bröttuf­ann­ar­felli. Hann sagði að tölu­vert mik­il læti séu í nýja gos­inu.

Upp­fært kl. 19.45

Krist­inn sagði að tölu­vert ösku­fall sé nú á Fimm­vörðuhálsi. Einnig sé hraunið greini­lega að renna út í snjó því tölu­verðir gufustrók­ar standi upp í loftið.

Norðanátt er á svæðinu og ber hún ösk­una suður yfir Fimm­vörðuháls. Krist­inn sagði að þegar sé tekið að móta fyr­ir gjall­haug­um við nýju sprung­una. Hann sagði að nýja sprung­an sé í halla og virt­ist hon­um hraunið eiga greiða leið í Hvann­ár­gil. 

Hægt er að fylgj­ast með eldos­inu í vef­mynda­vél­um Mílu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka