Nokkrir jarðskjálftakippir mældust í austanverðum Eyjafjallajökli á fjórða tímanum í dag, sá stærst tæplega 3 stig, skammt suðvestur af Básum. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.
Að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofunni, virðist sem enn sé töluvert líf í meginkvikurásinni niður undir jöklinum sem kvíslast síðan austur að gosstöðvunum í Fimmvörðuhálsi. Engin merki séu þó um aukna þenslu eða gosóróa í jöklinum, skjálftarnir séu á svipuðum slóðum og verið hefur að undanförnu.