„Stórkostleg sjón“

„Þetta var stórkostleg sjón að sjá nýju sprunguna og hvernig hraunið flæðir niður í gilin með tilkomumiklum hætti,“ segir Ragnar Axelsson (RAX) ljósmyndari Morgunblaðsins sem flaug yfir gossvæðið eldsnemma í morgun. Segir hann að ekki hafi verið þverfótandi fyrir flugvélum í morgun þegar hann flaug yfir svæðið.  

Nýja gossprungan sem opnaðist á Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi er skammt norðan við þá gömlu. Að sögn Ragnars er hún svipuð stór og sú gamla og virðist álíka öflug. 

Búist er við talverðum fjölda ferðalanga á Fimmvörðuhálsinn seinna í dag, en flestir reyna að vera við gosstöðvarnar í ljósaskiptunum þegar gosið er tilkomumest. 

Hraun rennur úr nýju gossprungunni niður í Hvannárgil.
Hraun rennur úr nýju gossprungunni niður í Hvannárgil. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert