Snarpur jarðskjálfti í Eyjafjallajökli

Gosið á Fimmvörðuhálsi.
Gosið á Fimmvörðuhálsi. mynd/Magnús Möller

Jarðskjálfti, sem mældist 3,7 stig, varð í Eyjafjallajökli fyrir nokkrum mínútum. Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að skjálftinn sé sá mesti sem hafi mælst í skjálftahrinunni, sem hófst á svæðinu í byrjun mars.

„Þetta er sterkasti skjálftinn sem hefur verið í þessari hrinu,“ segir Steinunn. Hún bendir á að nokkrir skjálftar hafi mælst yfir 3 á Richter, þ.e. frá því hrinan hófst, en að þeir hafi verið mjög fáir.

„Við erum að reyna að finna út úr því hvað verður í kjölfarið. Hvort þetta er vísbending um eitthvað nýrra, eða hvort þetta er bara skjálfti sem verður,“ segir Steinunn. Ekkert liggi fyrir að svo stöddu. Aðspurð segir hún ekki vita til þess að miklar breytingar hafi orðið á gossvæðinu. 

Skjálftinn var grunnur og  á þeim stað þar sem flestir jarðskjálftar hafa orðið undanfarna mánuði. Talið er að aðfærsluæð eldgosins á Fimmvörðuhálsi sé á þessum slóðum. Skjálftarnir fundust vel í Fljótshlíð og á Hvolsvelli. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segist fylgjast með stöðu mála í samvinnu við Veðurstofuna. 

Græna stjarnan á kortinu á vef Veðurstofunnar sýnir hvar skjálftinn …
Græna stjarnan á kortinu á vef Veðurstofunnar sýnir hvar skjálftinn varð í dag klukkan 15:32.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka