Snarpur jarðskjálfti í Eyjafjallajökli

Gosið á Fimmvörðuhálsi.
Gosið á Fimmvörðuhálsi. mynd/Magnús Möller

Jarðskjálfti, sem mæld­ist 3,7 stig, varð í Eyja­fjalla­jökli fyr­ir nokkr­um mín­út­um. Stein­unn Jak­obs­dótt­ir, jarðeðlis­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir í sam­tali við mbl.is að skjálft­inn sé sá mesti sem hafi mælst í skjálfta­hrin­unni, sem hófst á svæðinu í byrj­un mars.

„Þetta er sterk­asti skjálft­inn sem hef­ur verið í þess­ari hrinu,“ seg­ir Stein­unn. Hún bend­ir á að nokkr­ir skjálft­ar hafi mælst yfir 3 á Richter, þ.e. frá því hrin­an hófst, en að þeir hafi verið mjög fáir.

„Við erum að reyna að finna út úr því hvað verður í kjöl­farið. Hvort þetta er vís­bend­ing um eitt­hvað nýrra, eða hvort þetta er bara skjálfti sem verður,“ seg­ir Stein­unn. Ekk­ert liggi fyr­ir að svo stöddu. Aðspurð seg­ir hún ekki vita til þess að mikl­ar breyt­ing­ar hafi orðið á gossvæðinu. 

Skjálft­inn var grunn­ur og  á þeim stað þar sem flest­ir jarðskjálft­ar hafa orðið und­an­farna mánuði. Talið er að aðfærsluæð eld­gos­ins á Fimm­vörðuhálsi sé á þess­um slóðum. Skjálft­arn­ir fund­ust vel í Fljóts­hlíð og á Hvols­velli. Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ist fylgj­ast með stöðu mála í sam­vinnu við Veður­stof­una. 

Græna stjarnan á kortinu á vef Veðurstofunnar sýnir hvar skjálftinn …
Græna stjarn­an á kort­inu á vef Veður­stof­unn­ar sýn­ir hvar skjálft­inn varð í dag klukk­an 15:32.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert