Upptökin í aðfærsluæð gossins

Jarðskjálftinn átti upptök sín í aðfærsluæð eldgossins.
Jarðskjálftinn átti upptök sín í aðfærsluæð eldgossins. Skýringarmynd/Páll Einarsson

Grunnur jarðskjálfti, 3,7 að stærð, sem varð klukkan 15:32 í gær undir austanverðum Eyjafjallajökli átti upptök sín í aðfærsluæð eldgossins á Fimmvörðuhálsi þar sem hún beygir í norðaustur í átt að gosstöðvunum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Samkvæmt upptakagreiningu varð skjálftinn á þeim stað þar sem flestir jarðskjálftar hafa orðið undanfarna mánuði. Skjálftinn fannst m.a. undir Eyjafjöllum, í Fljótshlíð, á Hvolsvelli og í Gunnarsholti. Þetta er stærsti skjálftinn í þeirri hrinu sem hefur fylgt eldgosinu og hófst síðastliðið sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka