Jarðskjálftar læðast austur

Mynd úr myndskeiði DataMarket sem sýnir skjálftavirknina í Eyjafjallajökli.
Mynd úr myndskeiði DataMarket sem sýnir skjálftavirknina í Eyjafjallajökli. DataMarket

Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir á heimasíðu sinni, að undanfarna tvo daga hafi órói á mælum Veðurstofunnar í grennd við Fimmvörðuháls verið jafn en ef til vill í minna lagi. Það sé þó athyglisvert að skjálftarnir hafi legið mjög grunnt og þeir hafa verið að læðast austur á bóginn í áttina að Goðabungu.

„Er þetta hugsanlega kvikuinnskot út frá jólatrénu af kvikufleygum sem nú eru undir Eyjafjallajökli, í áttina að Kötlu? Það er einnig mjög athyglisvert að fornir móbergshryggir og goshryggir á Fimmvörðuhálsi liggja í austur-vestur stefnu," segir Haraldur.

Fyrirtækið DataMarket hefur gert myndskeið, sem sýnir jarðskjálftahrinuna í aðdraganda eldgossins á Fimmvörðuhálsi. Sést þar hvernig jarðskjálftavirknin þróast þar til eldgosið hófst að kvöldi 20. mars og síðan eftir það.

Þá birtir fyrirtækið Loftmyndir á heimasíðu sinni kort, sem sýnir útbreiðslu hraunsins frá gossprungunum á Fimmvörðuhálsi. Fram kemur á heimasíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, að eldgosið hefur byggt upp 82 metra hátt fjall. Þá er gígur á nýju gossprungunni orðinn 47 metra hár. 

Hraunið frá gosinu þekur nú um 1,3 ferkílómetra og er þykkt þess víðast 10-20 metrar. Þykkast er það næst gígnum að austan eða um 30 metrar. Rúmmál gosefna var orðið 22-24 milljón rúmmetrar þann 7. apríl.

Myndskeið DataMarket

Kortasjá Loftmynda

Heimasíða Haraldar Sigurðssonar

Jarðvísindastofnun HÍ

Hraunkort Loftmynda.
Hraunkort Loftmynda.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka