Upp úr kl. 23:00 í kvöld byrjaði jarðskjálftahrina undir Eyjafjallajökli. Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans, lögreglan á Hvolsvelli og Veðurstofan eru að meta ástandið og fylgjast grannt með segir í tilkynningu. Á vef Veðurstofunnar má sjá að sjálfvirkir jarðskjálftamælar segja stærstu skjálftana yfir 3 stig.
Sagt var frá því á mbl.is fyrr í kvöld að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi virtist lokið að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Enginn virkni hafði þá verið á svæðinu í rúman sólarhring. „Þá teljum við sennilegt að þessu sé lokið í bili,“ sagði Magnús Tumi.