Gæslan að fara í loftið

Brottför flugvélar Gæslunnar, TF-SIFJAR, undirbúin í morgun.
Brottför flugvélar Gæslunnar, TF-SIFJAR, undirbúin í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Ákveðið hefur verið að flugvél Landhelgisgæslunnar verði send í flug til að kanna stöðu mála við Eyjafjallajökul. Með í för verða jarðvísindamenn.

Mælitæki jarðvísindamanna benda til að gos hafi hafist í Eyjafjallajökli í nótt. Bæði jarðskjálftamælingar og gosóróamælingar benda til þessa. Enginn skýr merki hafa hins vegar sést um gosmökk enn sem komið er. Ef gos er hafið bendir flest til að það sé lítið.

Ekki kemur til þess að þyrlan lendi á Eyjafjallajökli, en hún mun fljúga yfir svæðið og reynt verður að kanna hvort einhver merki séu um gos.

Guðmundur Fylkisson aðalvarðsstjóri og Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarndardeildar í Samhæfingarstöðinni …
Guðmundur Fylkisson aðalvarðsstjóri og Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarndardeildar í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í nótt. mbl.is/Júlíus
Myndin sýnir óróamælingar við Goðabungu. Skýr merki eru um aukinn …
Myndin sýnir óróamælingar við Goðabungu. Skýr merki eru um aukinn óróa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert