Sprengigos í startholunum og kvikurennsli mun meira

Sýni voru tekin úr flóðinu í gær, til að skýra …
Sýni voru tekin úr flóðinu í gær, til að skýra það hvers eðlis goskvikan er. Markarfljót flæddi yfir bakka sína. Ómar Óskarsson

Verk­efni jarðeðlis- og eld­fjalla­fræðinga næstu daga er að greina hvers kon­ar kvika streym­ir nú upp úr topp­gíg Eyja­fjalla­jök­uls. Lítið er vitað um gosið og ómögu­legt er að kom­ast að því, enda í djúp­um gíg ofan í krossprungn­um sig­katli í jökl­in­um og gufa og gjóska þyrlast þar upp í þykk­um, heit­um strók.

Reynt verður að greina kvik­una með tveim­ur aðferðum á næstu dög­um en það er mik­il­vægt til að öðlast skiln­ing á gos­inu og spá fyr­ir um þróun þess.

Har­ald­ur Sig­urðsson eld­fjalla­fræðing­ur kveðst hins veg­ar telja, þótt vit­an­lega sé ekk­ert hægt að full­yrða þar sem gosið er ný­byrjað, að enn sé kvik­an basísk, enda sé gosið ekki orðið að al­menni­legu sprengigosi. Aðallega séu þetta gufu­spreng­ing­ar, en ekki spreng­ing­ar vegna gass sem komi upp með kvik­unni.

Sjá nán­ar um eld­gosið í Eyja­fjalla­jökli í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert