„Þetta er eins og malbik“

Tjónið á túnunum er gríðarlegt.
Tjónið á túnunum er gríðarlegt. Ómar Óskarsson

Sig­urður Þór Þór­halls­son, bóndi í Önund­ar­horni, seg­ir að tjónið sem hafi orðið á tún­um á bæn­um setji rekstr­ar­grund­völl bús­ins í veru­lega hættu. Meira en helm­ing­ur af tún­um á bæn­um eru skemmd­ur eða ónýt­ur.

„Þetta er eins og mal­bik,“ sagði Sig­urður þegar hann gekk með blaðamanni um tún­in á Önund­ar­horn. Stærð tún­anna er um 100 hekt­ar­ar, en talið er að 50-60 hekt­ar­ar séu skemmd­ir. Bænd­ur í Önund­ar­horni hafa ræktað tún á bæn­um í 10 ár, en heyöfl­un er grund­vall­ar­atriði í rekstri stórra kúa­búa. Í Önd­un­ar­horni eru 230 naut­grip­ir.

Leir­inn, sem þekur hluta tún­anna, er mjög harður og varla hægt að troða putta ofan í hann. Sumstaðar er allt að 80 cm þykkt lag af ís og drullu, ann­ars staðar er þynnt leir­lag og enn ann­ars staðar virðast tún­in vera í lagi en þegar bet­ur er skoðað sést að leir er í gras­sverðinum sem án efa hef­ur slæm áhrif á grasvöxt.

Sig­urður horfði hlaupið koma niður. „Þetta var því­lík­ur ógeðsleg­ur drullu­vegg­ur.“ Áin breytt­ist á ör­skots­stundu úr tærri bergvatnsá í straum­hart fljót.

„Þetta var í senn merki­legt og ógeðslegt,“ sagði Sig­urður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka