„Þetta er eins og malbik“

Tjónið á túnunum er gríðarlegt.
Tjónið á túnunum er gríðarlegt. Ómar Óskarsson

Sigurður Þór Þórhallsson, bóndi í Önundarhorni, segir að tjónið sem hafi orðið á túnum á bænum setji rekstrargrundvöll búsins í verulega hættu. Meira en helmingur af túnum á bænum eru skemmdur eða ónýtur.

„Þetta er eins og malbik,“ sagði Sigurður þegar hann gekk með blaðamanni um túnin á Önundarhorn. Stærð túnanna er um 100 hektarar, en talið er að 50-60 hektarar séu skemmdir. Bændur í Önundarhorni hafa ræktað tún á bænum í 10 ár, en heyöflun er grundvallaratriði í rekstri stórra kúabúa. Í Öndunarhorni eru 230 nautgripir.

Leirinn, sem þekur hluta túnanna, er mjög harður og varla hægt að troða putta ofan í hann. Sumstaðar er allt að 80 cm þykkt lag af ís og drullu, annars staðar er þynnt leirlag og enn annars staðar virðast túnin vera í lagi en þegar betur er skoðað sést að leir er í grassverðinum sem án efa hefur slæm áhrif á grasvöxt.

Sigurður horfði hlaupið koma niður. „Þetta var þvílíkur ógeðslegur drulluveggur.“ Áin breyttist á örskotsstundu úr tærri bergvatnsá í straumhart fljót.

„Þetta var í senn merkilegt og ógeðslegt,“ sagði Sigurður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert