Tugmilljóna kostnaður

Vegagerðarmenn hafa verið að meta aðstæður við Markarfljót.
Vegagerðarmenn hafa verið að meta aðstæður við Markarfljót. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri segir að kostnaður við að lagfæra veginn við Markarfljót hlaupi á tugum milljóna. Unnið er að því gera við veginn, en stefnt er að því að opna veginn sem fyrst. Búið er að loka einu skarði af þremur.

Vegagerðarmenn frá Suðurverki vinna að því að koma á vegtengingu yfir Markarfljót. Þeir ýta upp efni og stefna að því að opna sem fyrst. Þeir byrja á því að búa til varnargarða og leiða allt vatnið undir brúna.

Unnið er líka að því að gera við Þórsmerkurveg svo að hægt verði að nota gömlu Markarfljótsbrúna. Almannavarnir vilja fá að nota brúna.

Mikið af tækjum eru við Markarfljót.
Mikið af tækjum eru við Markarfljót. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert