Ræddu erlenda fjölmiðlaumfjöllun um eldgosið

Gosmökkurinn í Eyjafjallajökli.
Gosmökkurinn í Eyjafjallajökli. Júlíus

Sam­ráðshóp­ur stjórn­valda og hags­munaaðila í ferðaþjón­ustu hitt­ist í dag í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu til að ræða sam­starf og aðgerðir til að bregðast við er­lendri fjöl­miðlaum­fjöll­un um Ísland vegna eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli. Mark­mið hóps­ins er að tryggja að frá Íslandi fari áfram rétt­ar og yf­ir­vegaðar upp­lýs­ing­ar um stöðu mála en nokkuð hef­ur borið á að um­fjöll­un í er­lend­um fjöl­miðlum hafi verið í æsifrétta­stíl.

Í hópn­um eiga sæti full­trú­ar iðnaðarráðuneyt­is­ins og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, Al­manna­varna, Ferðamála­stofu, Ferðamálaráðs, Útflutn­ings­ráðs, Reykja­vík­ur­borg­ar og Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, auk full­trúa Icelanda­ir og Ice­land Express.

Ferðamála­stofa og Höfuðborg­ar­stofa hafa þegar sett í gang verk­efni til að koma á fram­færi upp­lýs­ing­um í gegn­um sam­fé­lags­lega miðla s.s. á face­book og víðar, auk þess sem Höfuðborg­ar­stofa hef­ur boðið þeim ferðalöng­um sem eru strandaglóp­ar á Íslandi upp á frítt gesta­kort Reykja­vík­ur sem veit­ir þeim ókeyp­is aðgang á söfn, í sund og strætó o.fl.

Sett hef­ur verið upp miðstöð fyr­ir er­lenda frétta­menn í stjórn­stöð al­manna­varna en fjöl­miðlafull­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins fer með er­lend fjöl­miðlasam­skipti í stjórn­stöðinni. Auk þess hafa al­manna­varn­ir sett upp aðstöðu fyr­ir er­lenda blaðamenn á Hvols­velli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert