Ekkert spurt um framburð

Gosmökkurinn í Eyjafjallajökli.
Gosmökkurinn í Eyjafjallajökli. Júlíus

Íslenskri málstöð hafa ekki borist neinar fyrirspurnir erlendis frá um hvernig bera eigi fram örnefnið Eyjafjallajökull, svo Kári Kaaber deildarstjóri vissi. Hann taldi mjög líklegt að slík spurning hefði borist honum.

Jóhannes B. Sigtryggsson, málfræðingur hjá Íslenskri málstöð, hljóðritaði heitið Eyjafjallajökull að beiðni mbl.is. Hann gerði það samkvæmt IPA-hljóðritunarkerfinu.

Við hljóðritunina eru notuð sérstök tákn. Hljóðritunin fylgir í meðfylgjandi skjali. Jóhannes sendi eftir farandi leiðbeiningar:

„: táknar að undanfarandi hljóð er langt, t.d. 'ö' í 'jökull'.
lítill hringur eða smækkað o undir eða yfir staf (o) táknar að hljóðið sem það stendur við er afraddað (þ.e. óraddað).“

Í nýrri vefútgáfu af Vegahandbókinni sem unnið er að má heyra hvernig heiti Eyjafjallajökuls, líkt og margra annarra örnefna, er borið fram á kórréttri íslensku.

Eyjafjallajökull í Vegahandbókinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert