Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug yfir gossvæðið í gær. Í flugskýrslu áhafnarinnar er stærð gígsins á Eyjafjallajökli sett fram í nýtt samhengi með myndum úr ratsjá. Segir þar að Reykjavíkurflugvöllur passi ágætlega inn í aðalgíg jökulsins.
Í flugskýrslunni segir einnig, að myndir hafi verið teknar af yfirborði Mýrdalsjökuls þar sem Katla liggur undir. Ekkert sem geti talist óvenjulegt sé að sjá þar. Á mynd sem fylgir sjást þó tvær dældir nánast í miðjum jöklinum.